þriðjudagur, 11. mars 2014

Stundum nær karmað manni

Ég trúi á karma. Reyni þess vegna að senda jákvæða orku eftir fremsta megni út í alheiminn í von um að hann brosi á móti mér. Og oftast nær gengur það. Um helgina vissi ég að ég væri farin að ögra karmanu með því að senda allar sólarmyndirnar mínar út á instagram, vitandi að heima var óveður, ófærð, snjór o.s.frv. Ég hafði áhyggjur af vinum sem myndu afneita mér á Facebook. En við þá vil ég segja, örvæntið ekki, því karmað sér um sína! Og hvernig náði karmað mér? Jú, á leið minni upp í bíl aftur af ströndinni í Laguna Beach skeit kráka á höfuðið á mér. Og þar hafið þið það. Karma!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli