sunnudagur, 27. október 2013

0,8 mílur í Wholefoods

Ja hérna hér.

Tíminn þeytist áfram. Brottför eftir tæpan mánuð hjá okkur stelpunum, mun styttra í eiginmanninn. Reynum að tala lítið um það enda ekki vön að eyða svo löngum tíma í sundur.

Komin staðfesting á staðsetningu okkar fyrstu 2 mánuðina úti: 2200 Colarado Avenue, Santa Monica. Þið getið farið í streetview á Google og séð hvernig þetta lítur út. Frekar huggulegt. Starbucks á jarðhæðinni og 0.8 mílur í næsta Wholefoods! Best finnst Arnari þó að hann er 2 mínútur í vinnuna. Við nánari skoðun kemur í ljós að þar er einnig að finna 2 sundlaugar, líkamsræktaraðstöðu (Æsa, ræktarfélagi, þín verður sárt saknað þar), heitan pott og ýmsilegt fleira. Það væsir auðvitað ekki um mann í henni Ameríku.
Þetta verður heldur betur mjúk lending fyrir okkur annars. Mammsan mín flýgur út með okkur stelpunum og verður svo hjá mér meira og minna í 2 mánuði, tekur sér 2 vikna hlé til að kíkja til Mexíkó. Pabbi kemur svo út rétt fyrir jól ásamt litla bróður og kærustunni hans og við verðum öll saman um jólin.
Mynd af okkur Arnari sem ég náði í úr framtíðinni.
Jólamynd frá Santa Monica. Eru þetta ekki refhvörf, að vera á skautum á íssvelli og bara á stuttermabol?


Kona hefur annars ekki setið auðum höndum síðan síðast. Búið að selja íbúð, öll raftæki eru lofuð, selja búslóð í Koló og það eina sem við virkilega höfum áhyggjur af núna er að ná að selja bílinn. Ég hef líka skoðað vefinn rækilega og gert drög að dagskrá minni þarna úti. Fólk virðist helst hafa áhyggjur af því að ég muni drepast úr "Desperate housewives" heilkenni svo ég hef gerst mjög pró aktíf. Plönin eru í engri sérstakri röð:

* 3 áfangar og BA ritgerð = BA próf úr frönsku.
* Certificate í einhverju af eftirtöldu: Marketing Certificate with concentration in social media and web analytics, Project Managment Certificate, General Buisness Certificate with concentration in Marketing
*Dæturnar: verða heima fram á næsta haust en ráðin verður Nanny fram að því til að dekka hluta úr degi einhverja daga í viku.
*Læra á píanó
*Finna mér kór/vocal training
*Heilsurækt
*Sitja áhugaverða kúrsa sem bjóðast
*Skoða lengra nám en certificates

Bottom line: Mér mun vonandi ekki leiðast.

Meira seinna.

miðvikudagur, 2. október 2013

Egils malt og appelsín

Hvaða nauðsynjar þarf maður að draga með sér frá Íslandi til að geta haldið jól?

Á listann er ég búin að setja:

Rauðkál
Grænar baunir
Egils malt og appelsín
Nói nói nói

Er ég að gleyma einhverju?