mánudagur, 3. mars 2014

Óskarinn, litla rigningin sem gat og allt hitt!

Við vorum svo heppin að vera boðin í Óskarsverðlaunapartí sem var vel við hæfi því ég var að horfa á hátíðina í fyrsta sinn. Mjög skemmtilegt að fylgjast með þó eflaust hefði það verið skemmtilegra ég ég hefði verið búin að sjá fleiri en eina mynd. Hvaða mynd var ég búin að sjá? Ég er búin að sjá hana u.þ.b. 10 sinnum á síðustu viku

Getið þrisvar.

Jú einmitt!!





Þetta er auðvitað hin fínasta mynd og ekkert hægt að kvarta yfir þessu en við hjónin ætlum þó að bæta úr þessu og leggja í einhverjar af myndunum fljótlega. Við höfum bara átt stefnumót við Francis og Claire Underwood undanfarin kvöld enda enginn svikinn af þeim. Og lokasenan. Maður minn. Segi ekki meir ef einhverjir eiga enn eftir að horfa.

Síðasta vika einkenndist af rigningu. Fyrst óhóflega miklu tali um rigninguna framundan. Fréttamiðlar æstir, hátt haft um þennan "rainstorm". Kemur í ljós að alvöru rigning er eins og náttúruhamfarir hérna. Þetta var ekkert merkilegt. Ég átti von á meiru eftir lætin. Jú það rigndi. Stundum hressilega, stundum smá úði bara.  Og á þriðja degi reis sólin upp! Ætli það rigni þá nokkuð meira í ár. Ég efast um það.

Mars mánuður er ansi þétt bókaður hjá okkur fjölskyldunni, sérstaklega mér. Um næstu helgi skellum við okkur til San Diego og kíkjum í Lególand, gistum í 2 nætur á hóteli og höfum það notalegt. Næstu helgi á eftir förum við til San Fransisco og verðum í 5 nætur, Arnar á ráðstefnu og við stelpurnar að spóka okkur. Þar á eftir er ég svo á leið til Seattle að knúsa einn snilling þar, hana Sylvíu mína og svo á ég deit í Boston síðustu helgina í mars með Æsu minni. Þess utan eru 2 bókaklúbbar á dagskrá, verklegt bílpróf og svo svona eitt og annað sem fellur til.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli